Nýliðar vekja athygli 23. febrúar 2008 22:21 Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku. Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher mætir á æfingar með Ferrari á mánudag og mun aðstoða við loka undirbúning Ferrari ásamt Kimi Raikkönen. En það eru nýliðarnir í Formúlu 1 sem hafa átt góða spretti. Japaninn Kazuki Nakajima á Williams Toyota var með besta tíma á fimmtudaginn, en hann ók í lokamótinu í fyrra og því óhætt að telja hann nýgræðing. Nakajima er sonur Saturo Nakajima sem var Formúlu 1 ökumaður á árum áður. Hann hefur notið stuðnings Toyota fra unga aldri, en Toyota sér Williams fyrir vélum. Frakkinn Sebastian Bourdais er að keppa í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann hefur orðið meistari í Champ Car mótaröðinni í Bandaríkjunum fjögur ár í röð. Frans Tozt, yfirmaður hjá Torro Rosso segir hann toppökumann sem eigi eftir að l´ta að sér kveðja eftir 5-6 mót. Þjóðverjinn Timo Glock er nýliði hjá Toyota, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Glock og Jarno Trulli hafa trú á því að Toyota geti blandað sér í baráttu um verðlaunasæti á ný, þó flestir telji að Ferrari og McLaren muni bera af. Þessir þrír ökumenn þykja líklegir til að rugla röð þeirra sem hafa verið að vekja hvað mesta athygli síðustu ár í Formúlu 1. Koma Michael Schumacher til Barcelona minnir á fyrri tíma, en minnir líka á þá staðreynd að kynslóðaskipti eru að verða í Formúlu 1. Bróðir Michaels, Ralf Schumacher er hættur og keppir í DTM mótaröðinni á þessu ári á vegum Mercedes Benz. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku. Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher mætir á æfingar með Ferrari á mánudag og mun aðstoða við loka undirbúning Ferrari ásamt Kimi Raikkönen. En það eru nýliðarnir í Formúlu 1 sem hafa átt góða spretti. Japaninn Kazuki Nakajima á Williams Toyota var með besta tíma á fimmtudaginn, en hann ók í lokamótinu í fyrra og því óhætt að telja hann nýgræðing. Nakajima er sonur Saturo Nakajima sem var Formúlu 1 ökumaður á árum áður. Hann hefur notið stuðnings Toyota fra unga aldri, en Toyota sér Williams fyrir vélum. Frakkinn Sebastian Bourdais er að keppa í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann hefur orðið meistari í Champ Car mótaröðinni í Bandaríkjunum fjögur ár í röð. Frans Tozt, yfirmaður hjá Torro Rosso segir hann toppökumann sem eigi eftir að l´ta að sér kveðja eftir 5-6 mót. Þjóðverjinn Timo Glock er nýliði hjá Toyota, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Glock og Jarno Trulli hafa trú á því að Toyota geti blandað sér í baráttu um verðlaunasæti á ný, þó flestir telji að Ferrari og McLaren muni bera af. Þessir þrír ökumenn þykja líklegir til að rugla röð þeirra sem hafa verið að vekja hvað mesta athygli síðustu ár í Formúlu 1. Koma Michael Schumacher til Barcelona minnir á fyrri tíma, en minnir líka á þá staðreynd að kynslóðaskipti eru að verða í Formúlu 1. Bróðir Michaels, Ralf Schumacher er hættur og keppir í DTM mótaröðinni á þessu ári á vegum Mercedes Benz.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira