Viðskipti innlent

FL og Exista hækkuðu mest, aldrei þessu vant

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group.

FL Group og Exista leiddu hækkanir í Kauphöllinni í dag, aldrei þessu vant. 16 félög hækkuðu í dag en fjögur lækkuðu. FL Group hækkaði mest, um 3,23 prósent og Exista fór upp um 2,61 prósent. Þar á eftir komu Spron, Glitnir og 365hf.

Marel lækkaði hins vegar eftir viðskipti dagsins og fór niður um 1,57 prósent og Nýjerki lækkaði um 0,86 prósent.

Úrvalsvísitalan tók í kjölfarið kipp upp á við og hækkaði hún um 1,33 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×