Segir Baug hafa bjargað FL Group 18. febrúar 2008 12:49 Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, segir að góður hagnaður verði hjá félaginu eftir síðasta ár þrátt fyrir erfiðleikana sem verið hafa í fjárhagslífi heimsins. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Jón Ásgeir vill ekki gefa upp hve mikill hagnaðurinn verður þar sem slíkt eigi eftir að kynna fyrir stjórn félagsins. Aðspurður um hvort björgun FL Group og erfiðleikar í smásöluverslunni á Bretlandseyjum hafi ekki sett strik í reikninginn segir Jón Ásgeir meðal annars að erfiðleikarnar í smásöluverslunni hafi að mestu verið í fjölmiðlum. „Okkar vörumerki á Bretlandseyjum eru velstödd og eftirsótt á öðrum mörkum," segir Jón Ásgeir og bendir á að salan á þessum merkjum hafi aukist í Mið-Austurlöndum og Asíu sem vegi upp minnkandi sölu á Bretlandi. Tekið verulega til í rekstri FL Group Hvað FL Group varðar segir Jón Ásgeir að ef Baugur hefði ekki komið að félaginu með þeim hætti sem varð í lok síðasta árs væri FL Group að öllum líkindum ekki til í dag. Hann orðar það sem svo að búið sé að koma FL Group í var. Hins vegar hafi verið ákveðið að taka verulega til í rekstrinum hjá FL Group. Hvað varðar hinn himinnháa rekstrarkostnað hjá FL Group á síðasta ári, rúmlega sex milljarðar króna, segir Jón Ásgeir að sú upphæð hafi komið sér verulega á óvart. Hann segir að gera hefði mátt miklu betur og að núverandi stjórnendur félagsins muni ekki sætta sig við neitt svipað í framtíðinni. Og hvað varðar háan starfslokasamning Hannesar Smárasonar segir Jón Ásgeir að um hafi verið að ræða hluta af ráðningarsamningi Hannesar og því ekki hægt annað en að standa við starfslokasamninginn. Vonbrigði með ákvörðun Seðlabankans Eins og fram hefur komið í fréttum yfir helgina var Jón Ásgeir spurður út í stöðu bankana. Hann var einnig spurður um hugsanlega sameiningu á bankamarkaðinum hér og þá einkum sameiningu sparisjóðanna við einhvern af stóru bönkunum. Skilja mátti á orðum hans að vel kæmi til greina að sameina sparisjóðina og Glitni en Baugur á stóran hlut í Glitni. Í umræðum um Evrópubandalagið og krónuna segir Jón Ásgeir að hann skilji ekki þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að ætla ekkert að ræða Evrópumálin og hugsanlega sameiningu við Evrópubandalagið á þessu kjörtímabili. Að hans mati er nauðsynlegt að byrja að skoða þetta mál strax svo hægt sé að taka réttar ákvarðnir í framtíðinni. Hvað krónuna varðar segir Jón Ásgeir að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, hann hefði viljað sjá lækkunarferli hefjast núna. Jón Ásgeir bendir á að nú sé hættan sú að þegar stýrivaxtalækkunarferlið hefjist verði það mjög bratt. „Það er ekki traustvekjandi að þurfa að lækka þessa vexti um eitt til tvö prósent í einu," segir Jón Ásgeir og bendir jafnframt á að ef slíkt gerist muni krónubréfaútgáfan fjúka út um gluggan með tilheyrandi veikingu krónunnar. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, segir að góður hagnaður verði hjá félaginu eftir síðasta ár þrátt fyrir erfiðleikana sem verið hafa í fjárhagslífi heimsins. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Jón Ásgeir vill ekki gefa upp hve mikill hagnaðurinn verður þar sem slíkt eigi eftir að kynna fyrir stjórn félagsins. Aðspurður um hvort björgun FL Group og erfiðleikar í smásöluverslunni á Bretlandseyjum hafi ekki sett strik í reikninginn segir Jón Ásgeir meðal annars að erfiðleikarnar í smásöluverslunni hafi að mestu verið í fjölmiðlum. „Okkar vörumerki á Bretlandseyjum eru velstödd og eftirsótt á öðrum mörkum," segir Jón Ásgeir og bendir á að salan á þessum merkjum hafi aukist í Mið-Austurlöndum og Asíu sem vegi upp minnkandi sölu á Bretlandi. Tekið verulega til í rekstri FL Group Hvað FL Group varðar segir Jón Ásgeir að ef Baugur hefði ekki komið að félaginu með þeim hætti sem varð í lok síðasta árs væri FL Group að öllum líkindum ekki til í dag. Hann orðar það sem svo að búið sé að koma FL Group í var. Hins vegar hafi verið ákveðið að taka verulega til í rekstrinum hjá FL Group. Hvað varðar hinn himinnháa rekstrarkostnað hjá FL Group á síðasta ári, rúmlega sex milljarðar króna, segir Jón Ásgeir að sú upphæð hafi komið sér verulega á óvart. Hann segir að gera hefði mátt miklu betur og að núverandi stjórnendur félagsins muni ekki sætta sig við neitt svipað í framtíðinni. Og hvað varðar háan starfslokasamning Hannesar Smárasonar segir Jón Ásgeir að um hafi verið að ræða hluta af ráðningarsamningi Hannesar og því ekki hægt annað en að standa við starfslokasamninginn. Vonbrigði með ákvörðun Seðlabankans Eins og fram hefur komið í fréttum yfir helgina var Jón Ásgeir spurður út í stöðu bankana. Hann var einnig spurður um hugsanlega sameiningu á bankamarkaðinum hér og þá einkum sameiningu sparisjóðanna við einhvern af stóru bönkunum. Skilja mátti á orðum hans að vel kæmi til greina að sameina sparisjóðina og Glitni en Baugur á stóran hlut í Glitni. Í umræðum um Evrópubandalagið og krónuna segir Jón Ásgeir að hann skilji ekki þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að ætla ekkert að ræða Evrópumálin og hugsanlega sameiningu við Evrópubandalagið á þessu kjörtímabili. Að hans mati er nauðsynlegt að byrja að skoða þetta mál strax svo hægt sé að taka réttar ákvarðnir í framtíðinni. Hvað krónuna varðar segir Jón Ásgeir að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, hann hefði viljað sjá lækkunarferli hefjast núna. Jón Ásgeir bendir á að nú sé hættan sú að þegar stýrivaxtalækkunarferlið hefjist verði það mjög bratt. „Það er ekki traustvekjandi að þurfa að lækka þessa vexti um eitt til tvö prósent í einu," segir Jón Ásgeir og bendir jafnframt á að ef slíkt gerist muni krónubréfaútgáfan fjúka út um gluggan með tilheyrandi veikingu krónunnar.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira