Viðskipti innlent

Glitnir spáir 1% hækkun á vísitölu neysluverðs

Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,0% milli janúar og febrúar. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga aukast úr 5,8% í 6,4%.

Verðbólguvaldar að þessu sinni eru nokkrir að mati greiningarinnar. Þyngst vegur að vetrarútsölum á fötum og skóm er lokið og verð miðast við nýjan fatnað í verslunum.

Gengislækkun krónunnar síðastliðnar vikur vegur einnig þungt og má búast við töluverðri innfluttri verðbólgu næstu vikur vegna gengislækkunarinnar.

Áframhaldandi verðhækkun matvöru mun hafa áhrif auk hækkunar hrávöruverðs á erlendum mörkuðum. Þá er innlendur kostnaðarþrýstingur, meðal annars vegna mikillar launahækkunar á síðasta ári enn til staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×