Viðskipti innlent

Velta á fasteignamarkaði tók lítillega við sér

Velta á fasteignamarkaði tók lítillega við sér í vikunni, og nam heildarveltan 3,5 milljörðum króna en veltan tekur almennt við sér um mánaðarmótin janúar - febrúar.

Greining Kaupþings fjallar um málið í Hálf fimm fréttum sínum. Þar segir að 104 kaupsamningum var þinglýst í vikunni en til samanburðar hefur 75-85 kaupsamningum verið þinglýst á síðustu vikum.

Ef litið er til þróunar milli ára þá hefur velta á fasteignamarkaði dregist hratt saman á síðustu vikum. Að mati Greiningardeildar eru skýr merki komin fram um að kólnun sé hafin á fasteignamarkaði.

Fasteignamat ríkisins birti verðmælingu húsnæðis fyrir janúar í síðustu viku, en þar kom fram að íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5% milli mánaða. Hins vegar voru afar fáir kaupsamningar á bakvið hækkunina í mánuðinum - og varla um marktæka hækkun að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×