Viðskipti innlent

Erum ekki að fara að selja Sterling

Pálmi Haraldsson segir engin áform uppi um að selja danska flugfélagið Sterling.
Pálmi Haraldsson segir engin áform uppi um að selja danska flugfélagið Sterling.

Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Northern Travel Holding, sem á meðal annars danska flugfélagið Sterling vísar því algjörlega á bug að stefnt sé á sölu á Sterling á næstunni líkt og kom fram í danska viðskiptablaðinu Börsen í dag. FL Group gerir það sömuleiðis í fréttatilkynningu sem send var Vísi.

"Við erum ekki að fara að selja félagið heldur byggja það upp og efla undirstöðurnar," segir Pálmi í samtali við Vísi.

Northern Travel Holding er í eigu Fons (44%), FL Group (34%) og Sund (22%). Auk Sterling á félagið Iceland Express, 51% hlut í breska leiguflugfélaginu Astraeus, 29,26% hlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket sem skráð er á sænska hlutabréfamarkaðinn og allt hlutafé í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel.

Athugasemd FL Group vegna fréttar á Vísi.is um frétt Börsen:

FL Group vísar á bug fullyrðingum í frétt Börsen þess efnis að FL Group sé að undirbúa sölu á Sterling. Í frétt Börsen er snúið út úr orðum Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group, sem aðspurður um hvort hann teldi að FL Group yrði enn meðal hluthafa í Sterling eftir 5 ár, sagðist hann telja líklegt að innan fimm ára væru komnir nýjir hluthafar að Sterling. Það þýðir ekki að FL Group sé að undirbúa sölu á Sterling.

Einnig skal tekið fram Sterling er ekki í beinni eigu FL Group, heldur norræna ferðaþjónustufyrirtækisins Northern Travel Holding, sem einnig á Iceland Express og Astraeus að fullu leyti, ásamt hlutum í ferðaskrifstofum í Svíþjóð og Danmörku. Eignarhlutur FL Group í NTH er 34%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×