Viðskipti innlent

Litlar breytingar á stjórn Samorku

Franz Árnason, verður áfram formaður Samorku.
Franz Árnason, verður áfram formaður Samorku.

Litlar breytingar urðu á stjórn Samorku, samtaka orkufyrirtækja, á aðalfundi félagsins í morgun.

Páll Pálsson frá Skagafjarðarveitum kom inn í stjórnina í stað Ásbjörns Blöndal frá Hitaveitu Suðurnesja. Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, gegnir áfram formennsku en hann var kjörinn formaður til tveggja ára á aðalfundi samtakanna í fyrra.

Auk Franz og Páls sitja þeir Friðrik Sophusson, Landsvirkjun, Guðmundur Þóroddsson, Orkuveitu Reykjavíkur, Júlíus Jónsson, Hitaveitu Suðurnesja, Tryggvi Þór Haraldsson, Rarik, og Þórður Guðmundsson frá Landsneti í stjórninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×