Viðskipti innlent

Dönsk blöð segja FL Group undirbúa sölu á Sterling

FL Group undirbýr nú sölu á 34% hlut sínum í Sterling flugfélaginu að sögn viðskiptavefsins börsen.dk. En fyrst ætlar FL Group sér að ná upp hagnaði hjá Sterling en rekstur flugfélagsins hefur gengið brösuglega undanfarin ár.

Að sögn heimildarmanna börsen.dk er Sterling verðlaus eign í dag en frá árinu 2005 hefur reksturinn skilað miklu tapi. Rætt er við Jón Sigurðsson forstjóra FL Group sem segir að Sterling muni væntanlega ekki vera í eigu FL Group eftir 5 ár. Hinsvegar sé ætlunin að ná fram hagnaði í rekstrinum áður en hlutur FL Group verður seldur.

Árið 2005 var Sterling sameinað Mærsk Air öðru lággjaldaflugfélagi sem einnig glímdi við mikinn taprekstur. Síðan þá hafa stjórnendur Sterling lofað hagnað á hverju ári en það hefur ekki gengið eftir. Og reiknað er með tapi í uppgjörinu fyrir síðasta ár.

Jón Sigurðsson er þó bjartsýnn á framtíð Sterling og telur að félagið muni ná að skila hagnaði í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×