Viðskipti innlent

365 féll um rúm 10% í dag

Kauphöllin lokaði eins og hún opnaði í dag það er í mínus. Mest féllu hlutir í 365 eða um 10.30%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1.07% og lauk deginum í 5040 stigum.

Mesta hækkun dagsins varð hjá Century Aluminium eða 6,54%, Atlantic Petroleum hækkaði um 0,98% og Teymi um 0,39%. Þetta voru einu félögin sem hækkuðu í dag.

Fyrir utan 365 varð mesta lækkunin á hlutum í FL Group eða um 3,53% og Marel eða um 2,98%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×