Við núllið í Bandaríkjunum 12. febrúar 2008 21:04 Auðkýfingurinn Warren Buffett ásamt Bill Gates, stofnanda hugbúnaðarrisans Microsoft. Buffett hefur boðist til að koma skuldatryggingafyrirtækjum í Bandaríkjunum til hjálpar. Mynd/AFP Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. Fyrirtækin sem Buffett hefur boðist til að koma til hjálpar með þessum hætti eru Ambac Financial Group, MBIA og Financial Guaranty Insurance Co., sem öll hafa farið illa út úr undirmálslánakrísunni. Lánshæfiseinkunnir þeirra hafa verið lækkaðar sem gerir þeim erfitt um vik að sinna viðskiptum sínum og afla nýrra. Samkvæmt fréttum Associated Press-fréttastofunnar í dag hafi eitt fyrirtækjanna afþakkað boð hans og hafi hann enn ekki heyrt frá tveimur. Buffett neitað að greina frá því hvaða fyrirtæki hann vísaði til. Associated Press segir marga hafa reiknað með að Buffett myndi koma skuldatryggingafyrirtækjunum til hjálpar með einum eða öðrum hætti. Fréttin um aðstoð Buffetts hafði mikil áhrif á hlutabréfamarkaði bæði í Bandaríkjunum og Evrópu í dag, þar á meðal hér á landi en Úrvalsvísitalan hækkaði í enda dags um 3,24 prósent, sem jafnframt er fyrsta dagslokahækkun hennar í hálfan mánuð. Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hækkaði nokkuð vestra, líkt og hér á landi. Þá hækkaði FTSE-vísitalan í Bretlandi um rúm þrjú prósent. Sömu sögu er að segja um hlutabréfavísitölur í Frakklandi og Þýskalandi. Vísitölur í Bandaríkjunum ruku upp eins og fyrr sagði en leituðu niður á við eftir því sem á leið. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði í dagslok vestra um 1,1 prósent en Nasdaq-vísitalan, sem hafði lækkað á tímabili, jafnaði sig á endanum og stóð á núlli í enda viðskiptadagsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. Fyrirtækin sem Buffett hefur boðist til að koma til hjálpar með þessum hætti eru Ambac Financial Group, MBIA og Financial Guaranty Insurance Co., sem öll hafa farið illa út úr undirmálslánakrísunni. Lánshæfiseinkunnir þeirra hafa verið lækkaðar sem gerir þeim erfitt um vik að sinna viðskiptum sínum og afla nýrra. Samkvæmt fréttum Associated Press-fréttastofunnar í dag hafi eitt fyrirtækjanna afþakkað boð hans og hafi hann enn ekki heyrt frá tveimur. Buffett neitað að greina frá því hvaða fyrirtæki hann vísaði til. Associated Press segir marga hafa reiknað með að Buffett myndi koma skuldatryggingafyrirtækjunum til hjálpar með einum eða öðrum hætti. Fréttin um aðstoð Buffetts hafði mikil áhrif á hlutabréfamarkaði bæði í Bandaríkjunum og Evrópu í dag, þar á meðal hér á landi en Úrvalsvísitalan hækkaði í enda dags um 3,24 prósent, sem jafnframt er fyrsta dagslokahækkun hennar í hálfan mánuð. Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hækkaði nokkuð vestra, líkt og hér á landi. Þá hækkaði FTSE-vísitalan í Bretlandi um rúm þrjú prósent. Sömu sögu er að segja um hlutabréfavísitölur í Frakklandi og Þýskalandi. Vísitölur í Bandaríkjunum ruku upp eins og fyrr sagði en leituðu niður á við eftir því sem á leið. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði í dagslok vestra um 1,1 prósent en Nasdaq-vísitalan, sem hafði lækkað á tímabili, jafnaði sig á endanum og stóð á núlli í enda viðskiptadagsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira