Viðskipti innlent

Gengi evrunnar við hundraðkallinn

Gengi evrunnar fór í morgun í fyrsta sinn yfir hundrað krónur. Þegar evran tók fyrst gildi 5. janúar árið 1999 var gengi hennar áttatíu og ein króna.

Lægst fór gengi hennar niður í 69 krónur í maí árið tvö þúsund en lengst af hefur gengið verð á bilinu 80 til 90 krónur. Metið þar til í morgun var 97 krónur í nóvember árið 2001. Í ársbyrjun núna var gengi evrunnar 92 krónur þannig að hún hefur hækkað verulega á einum og hálfum mánuði. Gengi Bandaríkjadollars er tæpar 69 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×