Viðskipti innlent

Glitnir bregst við orðum Vilhjálms

Þorsteinn M. Jónsson stjórnarformaður Glitnis
Þorsteinn M. Jónsson stjórnarformaður Glitnis

Vísi barst fyrir stundu yfirlýsing frá stjórn Glitnis banka vegna þeirra ummæla Vilhjálms Bjarnasonar í Silfri Egils í gær að hann ætlaði að höfða skaðabótamál á hendur Glitnis vegna starfslokasamnings sem bankinn gerði við Bjarna Ármannsson í fyrra.

Yfirlýsingin frá stjórn Glitnis er svohljóðandi:

Þegar samið var við fráfarandi forstjóra um kaup á bréfum hans í bankanum á genginu 29 hafði hlutbréfaverð í OMX kauphöllinni hækkað mikið frá áramótum. Gengið endurspeglaði markaðsaðstæður og væntingar á þeim tíma. Gengi hlutabréfa í bankanum hélt áfram að hækka á vormánuðum 2007 og fram á mitt sumar, en 29. júlí fór lokagengi bankans í 30,90.

Nýkjörin stjórn bankans taldi æskilegt að við forstjóraskipti yrði gengið með skýrum hætti frá starfslokum fráfarandi forstjóra. Það fól í sér að félagið keypti öll hlutabréf hans í bankanum.

Að mati stjórnar leikur enginn vafi á því að umrædd kaup féllu innan valdheimilda stjórnar og voru eðlileg í alla staði.

Fyrir hönd stjórnar Glitnis banka hf.,

Þorsteinn M. Jónsson,

stjórnarformaður

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×