Viðskipti innlent

Exista lækkaði um 5,17%

Íslenska úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,28% í dag. Exista lækkaði mest, eða um 5,17%. Glitnir banki lækkaði um 4,20% og Landsbanki Íslands lækkaði um 3,68%.

Atlantic Petroleum hækkaði hins vegar um 5,70%. Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 4,96% og Teymi hækkaði um 0,77%.

Mikil viðskipti voru með fjármálafyrirtækin í dag. Lang mest viðskipti voru með hlutabréf í Kaupþing banka eða 2.297.938 hluti. Öllu minni viðskipti voru með bréf í Glitni banki, eða 834.124 hluti og 831.151 hluti í Landsbanka Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×