Viðskipti innlent

Exista enn við 20 prósenta þröskuldinn í Sampo

Lýður og Ágúst Guðmundssynir eiga meirihluta í Exista.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir eiga meirihluta í Exista.

Finnska tryggingafélagið Sampo, sem Exista á stóran hlut í, tilkynnti í morgun að Exista hafi framlengt samkomulag um kaup á bréfum í Sampo sem gert var 9. ágúst 2007, fram til 11. ágúst næstkomandi. Með samningnum getur Exista bætt við hlut sinn og ráðið tuttugu prósentum í finnska tryggingafyrirtækinu.

Í sömu tilkynningu kemur fram að í dag ráði Exista og tengd fyrirtæki yfir 19,98 prósenta hlut í Sampo.

Ákveði Exista af fara í tuttugu prósent þarf að sækja um heimild fyrir slíku til fjármálayfirvalda í Finnlandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Existu hefur ekki verið tekin ákvörðun um slíkt að sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×