Innlent

Reykingar bannaðar í Alþingishúsinu frá 1. júní

MYND/GVA

Reykingarherberginu í Alþingishúsinu verður lokað frá og með 1. júní næstkomandi eftir því sem segir í tilkynningu Alþingis.

Þar kemur fram að reykingarnar hafi verið heimilaðar í sérstöku loftræstu herbergi samkvæmt heimild í reglugerð. Á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag samþykkti nefndin eftir tillögu forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, að banna reykingar í Alþingishúsinu frá og með 1. júní næstkomandi.

Bannið nær til þinghússins, skrifstofubygginga Alþingis, Alþingisgarðsins og annars staðar á lóð þingsins segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×