Viðskipti innlent

Búast við 50 punkta stýrivaxtalækkun

Ásgeir Jónsson forstöðumaður Greiningadeildar Kaupþings.
Ásgeir Jónsson forstöðumaður Greiningadeildar Kaupþings.

Greiningadeild Kaupþings býst við 50 punkta stýrivaxtalækkun. „Vextirnir eru mjög háir. Þeir eru 13,75% og við álítum að það sé mjög áhættusamt að halda þeim mjög háum með því markmiði að lækka þá mjög hratt síðar," sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður Greiningadeildar Kaupþings,  í samtali við Sindra Sindarson við lokun markaða.

Ásgeir segir að hins vegar megi gera ráð fyrir að krónan fari að veikjast á þessum helmingi ársins, en hún sé þegar komin í sögulegt lágmark gagnvart evru. Þá sagði Ásgeir að búast mætti við 5% samdrætti í einkaneyslu á næstu tveimur árum, sem sé mjög mikið þegar litið sé til þess hversu stórt hlutfall einkaneyslan sé í landsframleiðslunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×