Viðskipti innlent

Ari Edwald með 54 milljónir í árstekjur

Ari Edwald fékk um 4,5 milljónir á mánuði í laun, árangurstengdar greiðslur og fríðindi á síðasta ári.
Ari Edwald fékk um 4,5 milljónir á mánuði í laun, árangurstengdar greiðslur og fríðindi á síðasta ári.

Ari Edwald, forstjóri 365, fékk rétt rúmar 54 milljónir í laun, árangurstengdar greiðslur og fríðindi á síðasta ári eftir því sem fram kemur í ársskýslu félagsins sem birt var í morgun.

Laun Ara samanstanda af 1,9 milljón króna mánaðarlaunum, 20 milljóna króna árangurstengdri greiðslu og 12,5 milljón króna fríðindum.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður 365, var með 2,7 milljónir í árslaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×