Viðskipti innlent

Byr kaupir rekstur Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna

Kaup Byrs sparisjóðs á rekstri VSP eru liður í aukinni þjónustu við viðskiptavini sparisjóðsins. Fram til þessa hefur Byr boðið viðskiptavinum sínum verðbréfaþjónustu í gegnum dóttur- og hlutdeildarfélög sín.

Nútíma fjármálaþjónusta gerir kröfur um heildstæðar lausnir til að koma til móts við þarfir viðskiptavina, þar sem kallað er eftir milliliðalausum samskiptum á sem flestum sviðum þjónustunnar. Tilgangur kaupa Byrs á rekstri VSP er viðleitni í þá átt að styrkja heildarþjónustu gagnvart viðskiptavinum.

Í kjölfar kaupanna á rekstri VSP er stigið enn eitt skrefið í þá átt að efla alhliða þjónusta Byrs við viðskiptavini sína auk þess sem Byr hefur uppi áform um að styrkja enn frekar en er í dag þessa nýju starfsemi innan sinna vébanda.

Til að fylgja því eftir hefur verið stofnað sérstakt svið hjá Byr er mun annast alla verðbréfaþjónustu fyrir viðskiptavini Byrs og aðra, Byr Verðbréf. Til að byrja með verður það staðsett á 1. hæð í útibúi Byrs sparisjóðs við Borgartún 18.

Engar breytingar eru fyrirhugaðar á þeirri þjónustu sem viðskiptavinum VSP hefur fram til þessa verið veitt. Sú starfsemi VSP sem Byr hefur fest kaup á, þ.e. eignastýring og verðbréfamiðlun, verður nú hluti af heildarstarfsemi Byrs.

Byr fer með virkan eignarhlut í Rekstrarfélagi sparisjóðanna

Ennfremur hefur Byr sparisjóður fengið heimild FME til að fara með ráðandi hlut í Rekstrarfélagi sparisjóðanna, en það félag hefur haft með hendi rekstur verðbréfa- og fjárfestingarsjóða fyrir VSP. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á daglegum rekstri Rekstrarfélagsins og mun það áfram veita viðskiptavinum Byrs, sjóðsfélögum og öðrum óbreytta þjónustu frá því sem var er hún var veitt í gegnum VSP.

Núverandi starfsmenn Rekstrarfélagsins verða áfram starfsmenn þess og starfsemin staðsett til að byrja með hjá Byr við Garðartorg í Garðarbæ en aðskilin frá annarri starfsemi Byrs í samræmi við gildandi lög og tilmæli Fjármálaeftirlitsins. Rekstrarfélagið verður því áfram rekið sem sjálfstætt félag með eigin stjórn og framkvæmdastjóra






Fleiri fréttir

Sjá meira


×