Viðskipti innlent

Hagnaður Össurar nam 480 milljónum kr.

Hagnaður Össurar hf. á síðasta ári nam 7,6 milljónum dollara eða um 480 milljónum kr. Heildarsalan á árinu nam 335,6 milljónum dollara eða yfir 20 milljörðum kr. Er það auking upp á 33% frá árinu 2006.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össur segir í tilkynningu um uppgjörið að það sem einkennir árið sé sterkur innri vöxtur í stoðtækjum, endurskipulagning í Bandaríkjunum og innri uppbygging.

„Árangurinn sem við sjáum í stoðtækjunum staðfestir forystu okkar á þessu sviði og að við erum að uppskera vegna þeirrar endurskipulagningar sem ráðist var í," segir Jón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×