Viðskipti innlent

Segir erfiðleika íslenska hagkerfisins í augsýn

Netútgáfa the Sunday Telegraph.
Netútgáfa the Sunday Telegraph.

Breska blaðið Sunday Telegraph fjallar í dag um stöðu íslenska hagkerfisins og ótta um erfiðleika á fjármálamarkaði hér á landi. Í greininni segir að Kaupþing sé sjö sinnum líklegri að standa ekki í skilum en meðal evrópskur banki.

Blaðið vitnar í mögulega lækkun lánshæfismatsfyrirtækisins Moodys sem hafi sagt að erfiðir tímar væru framundan hjá stærstu íslensku bönkunum, Kaupþingi, Glitni og Landsbanka. Stöðunni er líkt við undanfara Northern Rock krísunnar.

Blaðið segir þó að krosseignarhald á Íslandi verði þess líklega valdandi að mikið þurfi til að allt hagkerfið fari í niðursveiflu.

Greinina í heild sinni má lesa á vef Telegraph.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×