Viðskipti innlent

Versta byrjun árs í Kauphöllinni frá upphafi

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. MYND/GVA

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 12,5 prósent í nýliðnum janúarmánuði sem er versta ársbyrjun á hlutabréfamarkaði frá upphafi verðbréfaviðskipta hér á landi.

Fram kemur í Morgunkorni greiningadeildar Glitnis að lækkunin í janúar sé jafnframt næstmesta lækkun innan mánaðar sem sést hefur. Mesta lækkun innan mánaðar var í nóvember síðastliðnum þegar hlutabréf í Kauphöll Íslands lækkuðu um 13,9 prósent. Þriðja mesta mánaðarlækkunin frá upphafi var í október 2004 þegar úrvalsvísitalan lækkaði um 11,5 prósent.

Bent er á að hlutabréfamarkaðir hækkuðu í gær í Bandaríkjunum og hækkaði Dow Jones vísitalan um 1,54 prósent, Nasdaq um 1,74 prósent og S&P um 1,55 prósent. Hlutabréf hafa hækkað ágætlega í Evrópu í morgun en það sem af er morgni hefur úrvalsvísitalan lækkað um þriðjung úr prósenti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×