Viðskipti innlent

Katarar ekki búnir að kaupa í Kaupþingi

Hreiðar Már Sigurðsson  forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að Kauþing hafi selt 2% hlut í bankanum í fyrradag fyrir samtals 11 milljarða íslenskra króna.

Þar kemur fram að arabískir fjárfestar sem sagðir eru vera frá Katar hafi keypt hlutinn. Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi er þetta ekki rétt.

Í máli Hreiðars Más Sigurðssonar forstjóra Kaupþings í hádegisviðtali Markaðarins í gær kom fram að menn séu að skoða hugsanlega fjárfesta frá þessu svæði. Það mun þó ekki vera rétt að bankinn sé búinn að selja þennan 2% hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×