Viðskipti innlent

Hagnaður Skipta nam 3,1 milljarði

Skipti hf. skilaði 3,1 milljarða króna hagnaði 2007 en það er viðsnúningur upp á 6,7 milljarða króna frá fyrra ári.

Salan jókst um 7,7 milljarða kr. á milli ára eða um 31%. Sala nam 32,7 milljörðum króna samanborið við 25,0 milljarða kr. árið áður.

Skipti hafa á undanförnum misserum keypt fyrirtæki með starfsemi í Bretlandi og á Norðurlöndum. Á árinu mynduðust um 20% af tekjum samstæðunnar utan Íslands.

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta hf. segir í tilkynning um uppgjörið að

afkoma samstæðunnar er mjög góð hvort sem horft er til starfseminnar í fjarskiptum eða upplýsingatækni. Horfur í rekstri fyrir þetta ár eru ágætar.

"Skipti heldur áfram að fylgja þeirri stefnu að efla starfsemina erlendis og á undanförnum misserum höfum við keypt félög með starfsemi í Bretlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Á Íslandi hefur starfsemin gengið mjög vel og stærsta dótturfélagið, Síminn, skilar mjög góðri afkomu auk þess sem þjónusta við viðskiptavini hefur verið efld enn frekar. Undirbúningur fyrir skráningu Skipta á markað gengur vel en vegna viðræðna um möguleg kaup á slóvenska fjarskiptafélaginu Telecom Slovenije þá hefur ferlinu seinkað nokkuð og er nú stefnt að skráningu í lok mars" segir Brynjólfur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×