Viðskipti innlent

ÍSÍ og Nýherji saman á Ólympíuleikum

Á myndinni má sjá fulltrúa Nýherja ásamt keppendum á leikunum og fulltrúum ÍSÍ.
Á myndinni má sjá fulltrúa Nýherja ásamt keppendum á leikunum og fulltrúum ÍSÍ.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) opnaði í dag vef þar sem upplýsingar um Ólympíuþátttakendur ÍSÍ eru aðgengilegar. Í tengslum við vefinn afhenti Nýherji, sem selur Lenovo á Íslandi, ÍSÍ fartölvur og Canon myndavél til notkunar á leikunum í Peking.

Fartölvurnar verða notaðar fyrir íslenska hópinn, en mjög mikilvægt er að tækniumhverfi þátttakenda sé sem best á meðan á leikunum stendur. Andvirði styrksins er tæplega ein milljón króna.

„Það er mikill heiður fyrir Nýherja að fá tækifæri til þess að aðstoða íslenska Ólympíuhópinn á leikunum í Kína og ég er viss um að ThinkPad vélarnar eiga eftir að koma hópnum til góða," segir Erling Ásgeirsson framkvæmdastjóri Notendalausna Nýherja.

Með þessum hætti mun fararstjórn eiga þess kost að sinna samskiptum við skrifstofu ÍSÍ á meðan leikunum stendur og fyrir þátttakendur að halda sambandi við vini og ættingja hér heima. Lenovo rekur tölvuver á leikunum, í samstarfi við önnur tæknifyrirtæki, og hefur rúmlega 500 sérfræðinga á vakt sem annast upplýsingaöflun og miðlun þeirra, svo sem til fjölmiðla.

Lenovo er einn af 12 aðal stuðningsaðilum Alþjóða Ólympíuhreyfingarinnar (IOC) varð fyrsta fyrirtækið í Kína til þess að verða einn af aðal stuðningsaðilum IOC og þar með Ólympíuleikanna. Fyrirtækið framleiðir m.a. ThinkPad fartölvur sem eru margverðlaunaðar og leiðandi í nýjungum, svo sem fyrir hönnun og virkni. Fyrirtækið sá um lausnir og þjónustu fyrir vetrarleikana í Tórínó árið 2006 og tveimur árum síðar varð Lenovo einn að aðalstuðningsaðilum sumarleikanna.

Þá má nefna að Lenovo hefur hannað kyndil Ólympíuleikanna í Peking, en fyrirtækið sigraði í samkeppni þar sem yfir 300 fyrirtæki tóku þátt.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur í fjölmörg ár átt í samstarfi við Nýherja varðandi tæknibúnað fyrir íþróttahreyfinguna. Á það jafnt við hin daglegu störf á skrifstofum sambandsins sem og í kringum þá fjölmörgu viðburði sem íslenskt íþróttafólk tekur þátt undir merkjum ÍSÍ. Þátttakendur ÍSÍ á leikunum í Peking verða um 50 talsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×