Viðskipti innlent

Bakkavararforstjóri með 130 milljónir í árslaun

Ágúst Guðmundsson er hér í pontu á fundi Bakkavarar.
Ágúst Guðmundsson er hér í pontu á fundi Bakkavarar. MYND/Vilhelm

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar var með rúmlega milljón pund, jafnvirði um 130 milljóna króna, í laun á síðasta ári samkvæmt uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag. Þar er tekið tillit til launa og hlunninda.

Bróðir hans, Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, var hins vegar með 25 þúsund pund í laun fyrir stjórnarsetu, jafnvirði 3,2 milljóna króna. Sömu laun fyrir stjórnarsetu fá Antonios Yerolemou, Panikos Katsouris og Ásgeir Thoroddsen en Katrín Pétursdóttir pg Dionysos Liveras fá 19 þúsund pund, um 2,4 milljónir króna, fyrir stjórnarsetu á síðasta ári en þau sátu ekki allt árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×