Viðskipti innlent

Flaga enn á flugi

Það sem af er degi hefur Flaga hækkað mest allra félaga í Kauphöllinni. Félagið er á hörku siglingu og hefur hækkað um 28,70% í dag. FL Group er eina félagið sem hefur lækkað.

Exista hefur hækkað um 5,78% og Kaupþing um 3,40%. Spron hefur einnig hækkað um 4,75%.

FL Group er eins og fyrr segir eina félagið í Kauphöllinni sem hefu lækkað í dag en félagið hefur lækkað um 0,63%.

Mest viðskipti hafa veirð með bréf í Kaupþingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×