Viðskipti innlent

Ákvörðun Kaupþings hefur mikil áhrif á gengi bankans

Ákvörðun Kaupþings og NIBC um að falla frá samningum um samruna bankanna er stór ákvörðun sem hefur mikil áhrif á gengi hlutabréfa í Kaupþingi, að mati Grétars Más Axelssonar, sérfræðings hjá Greiningadeild Glitnis. Grétar segir að Kaupþing standi eftir með sterka lausafjár- og eiginfjárstöðu. Mestu óvissunni um fjármögnun Kaupþings og hinna bankanna til skemmri tíma sé þar með eytt sem muni styðja við rekstur þeirra. Grétar segir að óvissa á heimsmarkaði og verðlagning fyrirtækjanna í Kauphöllinni gefi tilefni til hóflegrar bjartsýni um verðþróun íslenskra hlutabréfa á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×