Viðskipti innlent

Flaga hækkaði um tæp 57% í dag

Frá rannsóknarstofu Flögu.
Frá rannsóknarstofu Flögu.

Flaga Group hækkaði um 56,52% í Kauphöll Íslands í dag, langtum meira en önnur fyrirtæki í Kauphöllinni. Sem stendur er Flaga Group eina fyrirtækið í Kauphöllinni sem hefur hækkað frá áramótum, eða um 27,06% og hefur mesta hækkunin orðið undanfarna viku.

Búið er að loka mörkuðum og hækkaði úrvalsvísitalan um 2,57% í dag. Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls hækkaði um 12,82%. SPRON hækkaði um 10%, Eimskipafélag Íslands hækkaði um 5,76% og Exista 5,48%.

Alfesca og Glitnir banki lækkuðu bæði um 0,74%. FL Group lækkaði um 0,45% og Icelandair Group um 0,36%. Teymi lækkaði um 0,17%.

Þau félög sem mest viðskipti voru með í dag starfa öll á fjármálamarkaði. Mest viðskipti voru með bréf í Kaupþingi, eða rétt rúma þrjár milljónir hluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×