Viðskipti innlent

Greining Glitnis spáir óbreyttri neysluvísitölu

Greining Glitnis reiknar með að seinni mæling vísitölu neysluverðs (VNV) í janúar verði óbreytt frá fyrri mælingu sem var bráðabirgðamæling. Hagstofan mun birta endanlegt gildi janúarvísitölu í fyrramálið.

Í Morgunkorni greiningarinnar segir að gangi spáin eftir mun ársverðbólga vera 5,9%. Í mælingunni að þessu sinni verður mæld verðbreyting frá upphafi janúarmánaðar til miðs mánaðar.

Á þessu tímabili mun vegast á aukinn afsláttur á útsölum á fatnaði annars vegar og verðhækkun á matvöru og eldsneyti hins vegar. Við teljum að áhrif ofangreindra breytinga á VNV muni nokkurn veginn vegast á.

Jafnframt telur greiningin að kostnaður vegna eigin húsnæðis eigi eftir að breytast lítið, þó aðeins til lækkunar. Það kemur til af því að kostnaður vegna aukinnar vaxtabyrði er þegar kominn fram í fyrri mælingu VNV í janúar og sá hluti verðbreytingar sem ekki þegar er kominn fram muni vera lítilleg lækkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×