Viðskipti innlent

Lyfjaver tekur róbóta í sína þjónustu

Bessi Gíslason yfirlyfjafræðingur og Magnús M. Steinþórsson framkvæmdastjóri Lyfjavers við inntak nýju lyfjaróbótanna.
Bessi Gíslason yfirlyfjafræðingur og Magnús M. Steinþórsson framkvæmdastjóri Lyfjavers við inntak nýju lyfjaróbótanna.

Á morgun mánudaginn 28. janúar opnar Lyfjaver nýtt apótek að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík. Nýja apótekið er í sama húsi og eldra apótek en aðstaða er öll mun stærri og betri bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að apótek Lyfjavers sé án efa eitt það tæknivæddasta í Evrópu „því þar hafa verið settur upp mjög öflugir APOSTORE 3000 róbótar þeir fyrstu sinnar tegundar á Íslandi og er búnaðurinn sérhannaður fyrir apótekið og afgreiðslu á lyfjapakkningum fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili."

Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra gangsetti róbótana í dag. „Róbótarnir taka við lyfjapakkningum, raða þeim upp í hillur í klefanum, sem þeir vinna í, og taka einnig til pantanir samkvæmt lyfseðli. Umráðasvæði róbótanna er 20 m2 rúmar það 22.000 pakkningar. Viðskiptavinir geta fylgst með á flatskjá hvernig róbótarnir vinna,"segir einnig í tilkynningunni.

 

„Fyrir er Lyfjaver með öfluga tölvustýrða lyfjaskömmtun, bæði fyrir einstaklinga og stofnanir, og var fyrirtækið brautryðjandi í slíkri lyfjaskömmtun hér á landi og fyrst til að taka slíka tækni í notkun árið 1999," segir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×