Viðskipti innlent

Verður fyrsti dagur ársins venjulegur bankadagur?

MYND/GVA

Bankastjórn Seðlabankans hefur ákveðið að bankinn verði framvegis opinn fyrsta virka dag ársins en það hefur hann ekki verið hingað til. Þessi breyting leiðir til þess að bankar og sparisjóðir geta líka haft opið þennan dag.

Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum að þessi lokun hafi átt sér sögulegar skýringar sem ekki eigi lengur við. Með því að hafa opið fyrsta dag ársins geta viðskiptavinir nú átt viðskipti við Seðlabankann þann dag, þar með talið að færa færslur um stórgreiðslukerfið og eiga viðskipti með seðla og mynt svo dæmi séu tekin.

Hefur Seðlabankinn þegar sent bönkum, sparisjóðum og öðrum aðilum bréf vegna þessa og hafa engar athugasemdir borist frá þeim. Segir í tilkynningu Seðlabankans að æskilegt sé að fjármálafyrirtæki kynni sem fyrst áform sín í þessu efni svo ljóst verði hvort umræddur dagur verði venjulegur bankadagur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×