Applerisinn féll á Wall Street 22. janúar 2008 23:09 Steve Jobs, forstjóri Apple, sem að margra mati er heilinn á bak við nokkrar af helstu tækninýjungum fyrirtækisins síðustu ár. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvuframleiðandanum Apple féll um fimmtán prósent eftir að fyrirtækið birti uppgjörstölur sínar fyrir síðasta ársfjórðung á bandarískum hlutabréfamarkaði í kvöld. Hagnaður Apple á fjórðungnum, sem er fyrsti fjórðungurinn í bókum fyrirtækisins, nam 1,58 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 104 milljarða íslenskra króna. Þetta er 580 milljónum dala meira en á sama tíma í fyrra og besta afkoman í sögu fyrirtækisins. Hagnaður á hlut jókst að sama skapi úr 1,14 dölum í 1,76 dali á hlut. Það er talsvert yfir væntingum markaðsaðila á Wall Street sem spáðu hagnaði upp á 1,61 dal á hlut. Þá námu tekjurnar 9,6 milljörðum dala sem er 35 prósenta aukning á milli ára. Spá tölvu- og tæknirisans fyrir yfirstandandi fjórðung er hins vegar öllu svartsýnni og hljóðar upp á 94 sent á hlut en það er í takt við spár manna um samdrátt í einkaneyslu, ekki síst í Bandaríkjunum. Markaðsaðilar reiknuðu hins vegar með 1,08 dölum og tekjum upp á 7,0 milljarða dala. Það er 200 hundruð milljónum dölum meira en fyrirtækið reiknar með. Þrátt fyrir auknar tekjur á tímabilinu seldi Apple 22,1 milljón iPod mynd- og tónlistarspilara sem er undir lægri mörkum markaðsaðila en 2,3 milljónir iPhone-margmiðlunarsíma. Við þetta féll gengi bréfa í Apple um 3,5 prósent og um heil 12 prósent í utanþingsviðskiptum eftir lokun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum. Gengið hefur jafnað sig lítillega en stendur í rétt rúmum 139 dölum á hlut sem er svipað ról og það var á í september á síðasta ári. Til samanburðar skaust það upp yfir 200 dala markið í fyrsta sinn í sögunni rétt fyrir áramótin síðustu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvuframleiðandanum Apple féll um fimmtán prósent eftir að fyrirtækið birti uppgjörstölur sínar fyrir síðasta ársfjórðung á bandarískum hlutabréfamarkaði í kvöld. Hagnaður Apple á fjórðungnum, sem er fyrsti fjórðungurinn í bókum fyrirtækisins, nam 1,58 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 104 milljarða íslenskra króna. Þetta er 580 milljónum dala meira en á sama tíma í fyrra og besta afkoman í sögu fyrirtækisins. Hagnaður á hlut jókst að sama skapi úr 1,14 dölum í 1,76 dali á hlut. Það er talsvert yfir væntingum markaðsaðila á Wall Street sem spáðu hagnaði upp á 1,61 dal á hlut. Þá námu tekjurnar 9,6 milljörðum dala sem er 35 prósenta aukning á milli ára. Spá tölvu- og tæknirisans fyrir yfirstandandi fjórðung er hins vegar öllu svartsýnni og hljóðar upp á 94 sent á hlut en það er í takt við spár manna um samdrátt í einkaneyslu, ekki síst í Bandaríkjunum. Markaðsaðilar reiknuðu hins vegar með 1,08 dölum og tekjum upp á 7,0 milljarða dala. Það er 200 hundruð milljónum dölum meira en fyrirtækið reiknar með. Þrátt fyrir auknar tekjur á tímabilinu seldi Apple 22,1 milljón iPod mynd- og tónlistarspilara sem er undir lægri mörkum markaðsaðila en 2,3 milljónir iPhone-margmiðlunarsíma. Við þetta féll gengi bréfa í Apple um 3,5 prósent og um heil 12 prósent í utanþingsviðskiptum eftir lokun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum. Gengið hefur jafnað sig lítillega en stendur í rétt rúmum 139 dölum á hlut sem er svipað ról og það var á í september á síðasta ári. Til samanburðar skaust það upp yfir 200 dala markið í fyrsta sinn í sögunni rétt fyrir áramótin síðustu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira