Viðskipti innlent

Merrion Landsbanki fremst í flokki írskra verðbréfafyrirtækja

Björgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbanka Íslands.
Björgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbanka Íslands.

Merrion Landsbanki, dótturfyrirtæki Landsbankans á Írlandi, varð á dögunum hlutskarpast írskra verðbréfafyrirtækja í árlegu vali sem viðskiptatímaritið Finance Magazine í Dublin stendur fyrir. Þátttakendur í valinu eru írskir og alþjóðlegir sjóðsstjórar.

Þetta var í 21.sinn sem valið (Finance Stockbroking Survey) fór fram en í tilkynningu Finance Magazine segir að niðurstaðan úr valinu fyrir árið 2007 sýni að Merrion Landsbanki sé farið að bjóða stærstu verðbréfafyrirtækjum Írlands birginn.

Merrion Landsbanki hlaut efsta sætið í alls 13 flokkum í valinu, þar á meðal í heildarhlutabréfagreiningum og fyrir greinanda ársins. Merrion Landsbanki hlaut þannig fleiri verðlaun en stærstu fyrirtæki Írlands á þessu sviði eins og Davy og Goodbody. Verðbréfafyrirtækið Davy varð efst í valinu ef skuldabréf eru tekin með.

Könnun meðal sjóðsstjóra sem valið byggir á var gerð í október og nóvember 2007. Vægi atkvæða í hlutaréfakönnuninni fer eftir því hversu miklar eignir sjóðsstjórarnir hafa til ráðstöfunar, þannig að þeir sem stýra stærstu sjóðunum hafa mest um það að segja hvaða fyrirtæki veljast í efstu sætin.

Að neðan má sjá lista yfir efstu sætin í nokkrum flokkum. Tölurnar í svigum vísa í sæti síðasta árs.

 

Besti írski hlutabréfagreinandi

1. Merrion (3)

2. Goodbody (2)

3. Davy (1)

 

Greinandi ársins

1. John Mattimoe Merrion (-)

2. Robert Brisbourne Merrion (2)

3. John Sheehan NCB (1)

 

Besti greiningarhagfræðingurinn

1. Dermot O'Leary Goodbody (1)

2. Robbie Kelleher Davy (2)

3. Rossa White Davy (5)

 

Besti hlutabréfasalinn

1. Seamus Murphy Davy (7)

2. Liam Boggan Merrion (-)

3. Enrique Curran Merrion (8)

 

Besta tæknigreiningin

1. NCB (1)

2. Merrion (4)

3. Collins Stewart (6)

 

Greining fjármálafyrirtækja

1. Eamonn Hughes Goodbody (1)

2. Sebastian Orsi Merrion (5)

3. Scott Rankin Davy (2)

 

Greining bygginarfyrirtækja

1. John Mattimoe Merrion (2)

2. Robert Eason Goodbody (-)

3. John Sheehan NCB (1)

 

Greining landbúnaðar- og matarframleiðslufyrirtækja

1. Robert Brisbourne Merrion (1)

2. Liam Igoe Goodbody (2)

3. John O'Reilly Davy (3)

 

Greining flugfélaga

1. John Mattimoe Merrion (2)

2. Stephen Furlong Davy (4)

3. Joe Gill Goodbody (1)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×