Viðskipti innlent

Milljarðamæringur kaupir 51% í Nyhedsavisen

Danski milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Morten Lund hefur fest kaup á 51% hlut í hinu íslenskættaða fríblaði Nyhedsavisen í Danmörku

Hvorki Morten eða Dagsbrun Media sem rekur blaðið vilja gefa kaupverðið upp. Baugur Group verður nú næststærsti hluthafinn.

Dagsbrun Media hefur leitað eftir nýjum fjárfestum til að setja aukið fé í félagið og virðist leit þeirri nú lokið. Mikið tap hefur verið á blaðinu og nam það tæplega fimm milljörðum króna á síðasta ári. Frá upphafi útgáfunnar árið 2006 hefur tapið numið um 6,5 milljörðum króna eða tæplega 13 milljónum krón á dag að því er segir í blaðinu Berlingske Tidende. Reiknað er með að tapreksturinn snúist í hagnað seint á þessu ári.

Morten Lund er 35 ára gamall og grunninn að auðæfum sínum lagði hann á sínum tíma með því að fjárfesta í netsímafélaginu Skype.

Tilkoma Nyhedsavisen olli miklu fjaðrafoki á danska fjölmiðlamarkaðinum árið 2006. Tvö önnur fríblöð voru strax stofnuð því til höfuð, þar á meðal 24timer sem stærsta blaðaútgáfa Danmerkur JP/Politiken Hus setti á markaðinn. Tapið á 24timer hefur verið álíka mikið og á Nyhedsavisen. Af þeim sökum hefur JP/Politiken þurft að draga saman seglin og segja upp starfsfólki






Fleiri fréttir

Sjá meira


×