Viðskipti innlent

Íhuga flutning höfuðstöðva

Forsvarsmenn Kaupþings hafa íhugað kosti þess að snúa yfirtökunni á hollenska bankanum NIBC við. Í stað þess að Kaupþing taki NIBC yfir

tæki NIBC Kaupþing yfir. Það myndi þýða að höfuðstöðvar Kaupþings yrðu í Hollandi, Evrópski seðlabankinn yrði bakhjarl bankans og uppgjör gert

í evrum.

Það sem mælir gegn því að fara þess leið er hversu flókin og tímafrek hún er. Teikna þyrfti sameininguna upp á nýtt og breyta gerðum samningum. Skattaumhverfi fjármálafyrirtækja er líka óhagstæðara í Hollandi en á Íslandi.

Kostirnir eru þeir að reksturinn í Hollandi yrði stöðugri. Evrópski seðlabankinn yrði bakhjarl Kaupþings þar í landi og það myndi minnka lausafjáráhættu, sem er mikilvægt miðað við núverandi markaðsaðstæður á fjármálamarkaði. Þá væri hægt að gera bókhald upp í evrum, sem Kaupþingsmenn hafa sóst eftir hér á landi en verið synjað um í bili að minnsta kosti.

Þeir sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu að ákvörðunin yrði ekki tekin í neinu fússi vegna andstöðu Seðlabankans við ósk Kaupþings að færa bókhald sitt í evru heldur byggð á langtímahagsmunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×