Viðskipti innlent

Bréf í Kauphöll þokast upp á við

Gengið á Exista og Bakkavör tók kipp upp á við í dag.
Gengið á Exista og Bakkavör tók kipp upp á við í dag.

Við lok dags í Kauphöllinni hafði Úrvalsvísitalan þokast upp á við um 0,03 prósent. Bakkavör Group hækkaði mest allra eðaum 2,56 prósent og Icelandair fór upp um 1,87 prósent. Þá hækkaði Exista, sem er í eigu svokallaðra Bakkabræðra líkt og Bakkavör, um 1,68 prósent.

Það var hins vegar færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum sem lækkaði mest í dag, um heil 9,74 prósent. Atlantic Airways fór niður um 5,25 prósent og Icelandic Group lækkaði um 4,87 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×