Viðskipti innlent

Jón Ásgeir einn áhrifamesti maður dansks fjölmiðlaheims

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Jón Ásgeir Jóhannesson er þriðji valdamesti maðurinn í dönskum fjölmiðlaheimi. Þetta er álit valnefndar sem tók saman lista yfir 200 valdamikla einstaklinga í fjölmiðlageiranum þar í landi. Jón Ásgeir, starfandi stjórnarformaður Baugs sem á danska fríblaðið Nyhedsavisen. Listinn er birtur í tímariti danskra blaðamanna, Journalisten.

Efstur á listanum er Norður-Írinn David Montgomery forstjóri og stjórnarformaður í Mecom, en það ágæta fyrirtæki mun eiga stærstu blaðaútgáfu landsins, Berlingske Officin, sem meðal annars gefur út 14 dagblöð. Framkvæmdastjóri JP/Politikens Hus, Lars Henrik Munch er í öðru sæti listans og Jón Ásgeir vermir þriðja sætið.

Á eftir Jóni Ásgeiri koma stjórnmálamennirnir. Mennningarmálaráðherrann Brian Mikkelsen er í fjórða sæti og forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen verður að gera sér fimmta sætið að góðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×