Viðskipti innlent

Kaupþing ekki hætt við kaupin á NIBC

Jónas Sigurgeirsson, upplýsingafulltrúi Kaupþings.
Jónas Sigurgeirsson, upplýsingafulltrúi Kaupþings.

„Kaupþing stefnir að því að kaupa NIBC og bíður samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir kaupunum," segir Jónas Sigurgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá Kaupþingi. Sögusagnir hafa verið á kreiki í dag um að bankinn hyggðist hverfa frá kaupunum en Jónas segir ekkert hæft í þessu.

Áður hefur komið fram í fjölmiðlum að Kaupþing greiðir 1.392 milljónir evra eða 133,6 milljarða króna, auk 140 milljóna hluta í Kaupþingi fyrir bankann, en gengi bankans er nú 745 á hlut. Um er að ræða stærstu viðskipti Íslandssögunnar sem eiga sér stað í einum viðskiptagjörningi, að sögn forsvarsmanna bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×