Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri í hádegisviðtalinu á Stöð 2

MYND/Vilhelm

Seðlabankinn leggst gegn því að Kaupþing geri upp í evrum. Þetta mál og fleiri verða rædd við Eirík Guðnason seðlabankastjóra í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.

Seðlabankinn lagðist nýlega gegn því að Kaupþing fengi að gera upp í evrum. Bankinn skaut málinu til Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra sem á eftir að ákveða hvort hann leyfir eða bannar Kaupþingi að færa uppgjör sitt í evrum.

Þá eru fyrirtæki á markaði að sækjast eftir því að viðskipti með hlutabréf þeirra verði í evrum. Seðlabankinn telur sér ekki fært að annast slíkt og því hefur Verðbréfaskráning Íslands leitað til seðlabanka Finnlands um hvort hann getið komið að málum.

Spurt var á Alþingi í gær hvort pólitík litaði afstöðu Seðlabankans þegar Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, velti því fyrir sér hvort Davíð Oddsson seðlabankastjóri gæti gefið hlutlæga umsögn um fyrirtækin Landic property og Kaupþing þegar forsagan væri höfð í huga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×