Viðskipti innlent

Mannabreytingar hjá Tryggingamiðstöðinni

Sigríður Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og fjárfestinga hjá

Tryggingamiðstöðinni hf., hefur sagt starfi sínu hjá félaginu lausu. Sigríður mun láta af störfum um mánaðamótin janúar/febrúar nk. þegar ársuppgjör félagsins liggur fyrir.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, hefur tekið við verkefnum Sigríðar á sviði

fjárfestinga og Óskar B. Hauksson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs TM, mun taka við verkefnum er lúta að fjármálum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×