Viðskipti innlent

FL Group hefur tapað 2,6 milljörðum vegna Commerzbank

Jón Sigurðsson er forstjóri FL Group.
Jón Sigurðsson er forstjóri FL Group. Mynd/ Anton Brink

Heildargengistap FL Group vegna lækkunar bréfa í Commerzbank á árinu 2008 nemur um 2,6 milljörðum króna, miðað við lok dagsins í dag, að teknu tilliti til markaðsvarna fyrirtækisins.

Í ljósi lækkunar hlutabréfa í Commerzbank undanfarna daga hefur FL Group ákveðið að upplýsa um eignarhlut sinn í bankanum sem er um 2,1%. Um áramót var eignarhluturinn um 2,9% og hafði þá minnkað úr 4,3% í lok þriðja ársfjórðungs.

Sala hlutar FL Group í bankanum er hluti af reglulegu mati félagsins á eignum sem ekki falla undir kjarnafjárfestingar, segir í tilkynningu frá FL Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×