Viðskipti innlent

Atvinnuleysi í algjöru lágmarki

Það er næga vinnu að hafa þessi misserin.
Það er næga vinnu að hafa þessi misserin. Mynd/ Vilhelm

Atvinnuleysi í desember síðastliðinn var 0,8% eða að meðaltali 1.357 manns, sem eru 36 fleiri en í nóvember síðastliðinn eða 2,6% aukning. Atvinnuleysi er um 28% minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,2%, eftir því sem fram kemur á vef Vinnumálastofnunar.

Atvinnuleysi stendur í stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er nú 0,6% líkt og í nóvember, og er einnig óbreytt á landsbyggðinni eða 1,2%. Lítils háttar aukning er í atvinnuleysi karla á landsbyggðinni. Atvinnuleysi kvenna minnkar lítillega en mælist óbreytt eða 1,1%.

Þeir sem verið hafa á skrá lengur en 6 mánuði voru 465 í lok desember, 463 í lok nóvember en voru yfir 700 í aprílmánuði þegar þeir voru hvað flestir á árinu. Þar af hafa 286 verið atvinnulausir í meira en ár og hefur fjöldi þeirra lítið breyst síðustu mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×