Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir hjá Evrópska seðlabankanum

MYND/AP

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum en þeir eru nú fjögur prósent. Það er samræmi við spá greiningaraðila en um helmingur þeirra telur að þeir verði óbreyttir út árið.

Vaxandi áhyggjur eru af verðbólgu innan evrusvæðisins þrátt fyrir að útlit sé fyrir minnkandi hagvöxt. Bent er á í frétt Reuters að ýmsir aðrir seðlabankar hafi þegar lækkað stýrivexti þar sem þeir hafi áhyggjur af því að órói á markaði og minnkandi hagvöxtur í Bandaríkjunum geti leitt til enn meiri niðursveiflu en búist hafði verið við.

Seðlabanki Bandaríkjanna og Kanadabanki hafa þegar lækkað stýrivexti og búist er við því að Englandsbanki lækki vexti á næstu mánuðum þrátt fyrir að þeim hafi verið haldið óbreyttum samkvæmt ákvörðun bankans í dag.

Hins vegar hafa hagfræðingar bent að erfitt geti reynst fyrir Evrópska seðlabankann að lækka vexti þar sem verðbólga á evrisvæðinu hafi verið 3,1 prósent í desember sem er mesta verðbólga þar í rúm sex ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×