Viðskipti innlent

Íslenska fjármálakerfið stendur á traustum grunni

Það ber ekki á áhyggjum hjá Björgvin G. Sigurðssyni.
Það ber ekki á áhyggjum hjá Björgvin G. Sigurðssyni.

"Við blasir að bankar og sparisjóðir standa traustum fótum og að íslenska fjármálakerfið standi að sama skapi á traustum grunni, enda ekkert bent til annars en þess," segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á vefsíðu sinni í dag. Björgvin hitti Jón Sigurðsson nýskipaðan formann Fjármálaeftirlitsins í dag.

Á fundinum ræddu þeir stöðu Fjármálaeftirlitsins með tilliti til valdheimilda þess, starfsheimilda, og fjárheimilda. Jafnframt ræddu þeir horfur og veruleika á íslenskum fjármálamarkaði, eins og ráðherran kemst að orði. Ráðherran segir að ekkert bendi nú til annars en að fjármálakerfið standi vel af sér tímabundar sveiflur á markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×