Viðskipti innlent

FL Group lækkaði um 8%

Jón Sigurðsson er forstjóri FL Group, sem hefur verið í frjálsu falli í dag.
Jón Sigurðsson er forstjóri FL Group, sem hefur verið í frjálsu falli í dag.

Íslenska úrvalsvísitalan rétti úr kútnum undir lok dags og hafði lækkað um 3,42% við lokun markaða. Hún stendur nú í 5459 stigum en fór niður í 5343 stig í dag. FL Group lækkaði mest eða um 7,97%. Straumur-Burðarás lækkaði um 4,53%, SPRON lækkaði um 4,52% og Glitnir banki lækkaði um 3,9%. Önnur félög lækkuðu minna, en ekkert fyrirtæki hækkaði, eftir því sem fram kemur á vef Kaupþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×