Formúla 1

Ferrari frumsýndi nýja bílinn í dag

Ferrari frumsýndi í dag nýjan keppnisfák sinn í Formúlu 1, sem hannaður er af Ítalanum Aldo Costa. Kimi Raikkönen og Felipe Massa munu aka bílnum í þeim 18 Formúlu 1 mótum sem eru á dagskrá í ar, en mótin verða öll í beinni útsendingu á Sýn.

Bíllinn er sniðinn að nýjum keppnisreglum, sem takmarka tæknibúnað og þýða að meira reynir á ökumenn liðanna en áður. Mikið fjölmenni var á frumsýningu Ferrari, en hátt í hundrað blaðamenn mættu til að líta nýjasta grip meistaraliðsins augum.

Piero Ferrari, einn af yfirmönnum Ferrari sagði á frumsýningunni að Kimi Raikkönen væri líklegastur til afreka í mótum ársins, en hann varð meistari 2007. Ferrari gætir þess þó að jafnræði sé á milli Raikkönen og Massa í mótum ársins, og tekur ekki annan fram yfir hinn í keppnisáætlunum sínum.

Sjá nánar um frumsýninguna á kappakstur.is

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×