Erlent

Ofurmódel stökk í dauðann á Manhattan

Ofurmódelið Ruslana Korshunova frá Kazhakstan framdi sjálfsmorð í gærdag með því að stökkva niður af svölum á níundu hæð íbúðabyggingar sem hún bjó í á Manhattan.

Ruslana var ekki nema tvítug að aldri en fyrir þremur árum sagði í Vogue tímaritinu að hún myndi verða næsta stórstjarnan í fyrirsætuheiminum. Myndir af Ruslönu hafa meðal annars prýtt forsíðu Elle í Frakklandi og Vogue í Rússlandi,

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í New York voru engin merki um átök í íbúð Ruslönu og því telur lögreglan að um sjálfsmorð hafi verið að ræða.

Vinur Ruslönu segir hinsvegar að hún hafi verið nýkomin af tískusýningu í París og mjög hamingjusöm með líf sitt.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×