Viðskipti erlent

Olíutunnan í sögulegu hámarksverði

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Heimsmarkaðsverð olíutunnunnar náði í morgun rúmum 144 bandaríkjadölum á mörkuðum í Asíu og kenna greiningaraðilar eldfimu andrúmslofti í Íran um auk gruns um að Seðlabanki Evrópu hækki stýrivexti í dag með tilheyrandi veikingu bandaríkjadals.

Þá óttast margir hækkun vegna stóraukinnar eldsneytisverslunar Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðarhelgina sem nú stendur fyrir dyrum þar í landi. Er jafnvel búist við að tunnan nái 145 dölum fyrir helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×