Viðskipti innlent

Rekstur Spalar úr hagnaði í tap

Tap Spalar eftir skatta fyrir síðasta rekstarár sem lauk 30. september 2008 nam kr. 366 milljónum kr. Til samanburðar nam hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra 282 milljónum kr.

Tap Spalar eftir skatta á fjórða ársfjórðungi félagsins nam 47 milljónum kr. Á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 112 milljónum kr..

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir í tilkynningu um uppgjörið að umferð og tekjur séu að mestu leyti í takt við áætlanir félagsins. Hins vegar var jafnmikil hækkun reikningslegra gjaldfærslna vegna hækkunar lána út af vísitöluhækkunum og gengisbreytingum ekki fyrirséð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×