ÍR er búið að vekja okkur aftur 9. apríl 2008 14:38 Magnús Þór Gunnarsson Mynd/Stefán Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir hans menn óhressa með frammistöðu sína eftir fyrsta leikinn við ÍR og gaf í dag út aðvörun til andstæðinga liðsins í samtali við Vísi. ÍR hefur komið nokkuð á óvart í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar og fylgdi eftir sigrinum á Íslandsmeisturum KR með því að vinna Keflvíkinga í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu á dögunum. Magnús Þór var vitanlega ekki kátur með tapið og að vera búinn að missa heimavallarréttinn yfir til Breiðhyltinga. "Það voru bara lykilmenn í liðinu sem mættu ekki til leiks og þar er ég meðtalinn. Það auðvitað gengur ekki í svona leik. Þó við séum með gott lið, verðum við allir að spila vel til að vinna. Þetta gerðist sem betur fer í fyrsta leik og það er nóg eftir af þessu einvígi. Við þessir sem gátum ekki neitt í fyrsta leiknum verðum bara betri í kvöld - við verðum allir góðir í kvöld," sagði Magnús ákveðinn í samtali við Vísi. Við spurðum Magnús hvort lið ÍR hefði komið Keflvíkingum á óvart með leik sínum. "Ég get nú ekki sagt það, við þekkjum þessa stráka vel, en ég held að við höfum meira komið okkur sjálfum á óvart með það hvað við vorum lélegir. Það sannaðist að ef menn mæta ekki tilbúnir í þetta, þá bara tapa þeir. En við ætlum að leiðrétta það í kvöld," sagði Magnús. Hann vill meina að pressan sé enn á ÍR þó liðið hafi náð að landa sigri í fyrsta leiknum. "Þeir verða auðvitað að vinna í kvöld, því ef þeir gera það ekki erum við komnir aftur með heimavallarréttinn. Ég get líka lofað því að við töpum ekki öðrum leik í Keflavík í þessari úrslitakeppni. Það kemur ekkert lið til Keflavíkur og vinnur og heldur að það komist upp með það. Þeir vöktu okkur með svipuðum hætti í úrslitakeppninni árið 2005 og nú eru þeir búnir að gera það aftur," sagði Magnús. Þegar pressað var á Magnús fékkst hann til að viðurkenna að frammistaða ÍR í úrslitakeppninni hefði komið sér nokkuð á óvart. "Já, ég held að þeir hafi komið flestum nokkuð á óvart nema kannski sjálfum sér. Þeir spiluðu vel á móti KR og börðust vel. Þeir hafa tví sem þeir eru að gera. KR reyndar spilaði ekki vel á móti þeim í þriðja leiknum, rétt eins og við á móti þeim síðast, en á meðan voru þeir að hitta á góða leiki." Annar leikur ÍR og Keflavíkur fer fram í Seljaskóla í kvöld og hefst klukkan 19:15. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir hans menn óhressa með frammistöðu sína eftir fyrsta leikinn við ÍR og gaf í dag út aðvörun til andstæðinga liðsins í samtali við Vísi. ÍR hefur komið nokkuð á óvart í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar og fylgdi eftir sigrinum á Íslandsmeisturum KR með því að vinna Keflvíkinga í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu á dögunum. Magnús Þór var vitanlega ekki kátur með tapið og að vera búinn að missa heimavallarréttinn yfir til Breiðhyltinga. "Það voru bara lykilmenn í liðinu sem mættu ekki til leiks og þar er ég meðtalinn. Það auðvitað gengur ekki í svona leik. Þó við séum með gott lið, verðum við allir að spila vel til að vinna. Þetta gerðist sem betur fer í fyrsta leik og það er nóg eftir af þessu einvígi. Við þessir sem gátum ekki neitt í fyrsta leiknum verðum bara betri í kvöld - við verðum allir góðir í kvöld," sagði Magnús ákveðinn í samtali við Vísi. Við spurðum Magnús hvort lið ÍR hefði komið Keflvíkingum á óvart með leik sínum. "Ég get nú ekki sagt það, við þekkjum þessa stráka vel, en ég held að við höfum meira komið okkur sjálfum á óvart með það hvað við vorum lélegir. Það sannaðist að ef menn mæta ekki tilbúnir í þetta, þá bara tapa þeir. En við ætlum að leiðrétta það í kvöld," sagði Magnús. Hann vill meina að pressan sé enn á ÍR þó liðið hafi náð að landa sigri í fyrsta leiknum. "Þeir verða auðvitað að vinna í kvöld, því ef þeir gera það ekki erum við komnir aftur með heimavallarréttinn. Ég get líka lofað því að við töpum ekki öðrum leik í Keflavík í þessari úrslitakeppni. Það kemur ekkert lið til Keflavíkur og vinnur og heldur að það komist upp með það. Þeir vöktu okkur með svipuðum hætti í úrslitakeppninni árið 2005 og nú eru þeir búnir að gera það aftur," sagði Magnús. Þegar pressað var á Magnús fékkst hann til að viðurkenna að frammistaða ÍR í úrslitakeppninni hefði komið sér nokkuð á óvart. "Já, ég held að þeir hafi komið flestum nokkuð á óvart nema kannski sjálfum sér. Þeir spiluðu vel á móti KR og börðust vel. Þeir hafa tví sem þeir eru að gera. KR reyndar spilaði ekki vel á móti þeim í þriðja leiknum, rétt eins og við á móti þeim síðast, en á meðan voru þeir að hitta á góða leiki." Annar leikur ÍR og Keflavíkur fer fram í Seljaskóla í kvöld og hefst klukkan 19:15.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Sjá meira